Um verkefnið

Um Verkefnið

WELFARE verkefnið kemur til með að bregðast við þörf fyrir að innleiða samfélagslegt frumkvöðlastarf og nýsköpun í háskólanámi. Þrátt fyrir að samfélagslegt frumkvöðlastarf sé í dag hluti af námskrár margra háskóla, þá er það oft með vísan til ákveðinna fagsviða svo sem viðskiptafræði. Þess vegna er oft erfitt að þróa heildstæðar lausnir sem svara brýnum samfélagslegum áskorunum.

WELFARE verkefnið miðar að því að skapa suðupott og vettvang fyrir samfélagslega nýsköpun innan háskóla sem er gátt fyrir vísindamenn, meistara- og framhaldsnema,  þriðja geirann og almenning  til að þróa frumkvöðlafærni og hæfni í samfélagslegri nýsköpun í virku samstarfi við menntastofnanir, þriðja geirann og fyrirtæki innan velferðarkerfisins.

Markmið okkar

WELFARE verkefnið kemur til með að bregðast við þörf fyrir að innleiða samfélagslegt frumkvöðlastarf og nýsköpun í háskólanámi. Þrátt fyrir að samfélagslegt frumkvöðlastarf sé í dag hluti af námskrár margra háskóla, þá er það oft með vísan til ákveðinna fagsviða svo sem viðskiptafræði. Þess vegna er oft erfitt að þróa heildstæðar lausnir sem svara brýnum samfélagslegum áskorunum.

WELFARE verkefnið miðar að því að skapa suðupott og vettvang fyrir samfélagslega nýsköpun innan háskóla sem er gátt fyrir vísindamenn, meistara- og framhaldsnema,  þriðja geirann og almenning  til að þróa frumkvöðlafærni og hæfni í samfélagslegri nýsköpun í virku samstarfi við menntastofnanir, þriðja geirann og fyrirtæki innan velferðarkerfisins.

Hvernig náum við markmiðum okkar?

Verkefnið mun stuðla að samspili velferðargeirans og nemenda/ rannsókna innan háskóla, meistara- og framhaldsnáms með áherslu á samfélagslega nýsköpun innan velferðarkerfisins. Með því bjóða upp á þjálfun fyrir bæði fagðila/ notendur og nemendur er markmiðið að auka samþættingu á milli fræðasamfélagsins og þeirra sem starfa innan velferðarkerfisins (bæði hins opinbera og þriðja geirans) : Niðurstöður verkefnisins ætti að vera hægt að aðlaga að ólíkum félagslegum kerfum í öðrum löndum/svæðum.

Markhópar verkefnisins eru,  háskólakennarar, fagfólk og notendur  í velferðarþjónustu, rannsakendur og nemendur með það að markmiði að stuðla að tengingu við raunverulegar samfélagslegar áskoranir og til að vinna saman að samfélagslegri nýsköpun.

Markmið

Að skapa námsumhverfi án aðgreiningar með áherslu á samfélagslega nýsköpun og frumkvöðlastarf í velferðargeiranum.

Að búa til þjálfunar – og stuðningsefni á netinu, opið menntaúrræði (OERs), fyrir samfélagslega frumkvöðla sem eru sérsniðin að þörfum þeirra sem og þörfum velferðargeirans.

Að þróa WELFARE samstarfsvettvang fyrir samfélagslega frumkvöðla og kynna hugmyndafræði samfélagslegrar nýsköpunar og frumkvöðlastarf.

Að skapa samskiptavettvang fyrir samfélagsfrumkvöðla, bæði háskólanema, fagaðila og almenning, sem miðla þekkingu og reynslu.

Verkefnið er styrkt með stuðningi frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samkvæmt Erasmus+ áætluninni og stendur í 24 mánuði (1/3/2022-1/3/2024).