Niðurstöður
GAP greining um stuðningsumhverfi samfélagslegrar nýsköpunar og frumkvöðlastarfs
Í GAP greiningunni verða dregnar fram þarfir fagaðila, kennara, vísindamanna, nemenda og annarra hagaðila í evrópskum háskólum. Hún felur í sér greiningu á hagaðilum, stuðningsumhverfi samfélagslegrar nýsköpunar og frumkvöðlastarfs.
WELFARE námskrá fyrir samfélagslega nýsköpun og frumkvöðlaþjálfun
Námskráin felur í sér skilgreinda námsþætti og kennsluaðferðir sem má nota bæði í staðbundnu námi og dreifnámi. Aðferðum vendináms er beitt sem auðveldar aðlögun að mismunandi markhópum. Samstarfsaðilar munu leita eftir viðurkenningu námsins á háskólastigi í sínu landi.
WELFARE – Opið menntaefni og kennsluleiðbeiningar
Námsefnið er byggt á niðurstöðum GAP þarfagreiningarinnar og WELFARE námsskránni sem miðar að því að háskólanemendur og fagaðilar í velferðarkerfinu vinni saman að því að greina og leysa samfélagslegar áskoranir.
Tilraunakennsla fyrir nemendur og fagaðila/iðkenndur
Tilraunakennsla fyrir 20+ þátttakendur í hverju samstarfslandi. Meginmarkmið er að vekja áhuga, prófa og aðlaga námskrá og opið menntaefni (OER) sem og prófa og þróa námsvef WELFARE.