Welfare

Designing future WELFARE systems

WELFARE verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins, verkefninu er ætlað að vera vettvangur fyrir samfélagslega nýsköpun innan Háskóla, fyrir rannsakendur og nemendur sem og samfélagsfrumkvöðla innan félagasamtaka og fyrirtækjum í velferðarkerfinu. Þannig verður stuðlað að samstarfi milli háskólanáms, þriðja geirans og fyrirtækja sem vinna að velferðarmálum.

Markmið verkefnisins eru:

  • Að þróa opið menntaefni, þar á meðal námskrá og námsefni fyrir fjar- og staðnám.
  • Að stuðla að auknum skilningi og viðurkenningu á mikilvægi samfélagslegrar nýsköpunar innan þátttökulandanna og innan velferðarkerfisins.
  • Að stuðla að opnum háskólum með þjálfun og tengslamyndun sem byggir á opinni umræðu um rannsóknir og nýsköpun í velferðarkerfinu, bæði í þátttökulöndunum og alþjóðlega í gengum WELFARE samstarfsvettvanginn.

Samstarfsaðilar

KMOP – Social Action and Innovation Centre, Greece

KMOP er ein af elstu almannaheillasamtökum í Grikklandi, stofnuð árið 1977 með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til stefnumótunar og nýsköpunar í samfélaginu, berjast gegn ójöfnuði og stuðla að sjálfbærum félagslegum vexti. KMOP rannsakar, greinir, þróar lausnir og vinnur að stefnumótun tengdri samfélagslegum áskorunum samtímans þar sem jöfnuður, nýsköpun og sjálfbærni er í forgrunni. Starf KMOP beinist að sviðum eins og heilsueflingu og vellíðan, mannréttindum, menntun, borgaralegu samfélagi og lýðræði, félagslegri aðlögun, atvinnulífi, listum og menningu. Á síðustu 15 árum hefur KMOP unnið að yfir 300 verkefnum með góðum árangri og meira en 65.000 manns hafa notið góðs af verkefnum þeirra og þjónustu.

Vaxandi

Vaxandi (vaxandi.hi.is) er miðstöð samfélagslegrar nýsköpunar við Háskóla Íslands (HÍ) sem er stærsti og elsti háskóli á Íslandi, stofnaður árið 1911. HÍ er opinber háskóli með u.þ.b. 15.000 nemendur sem stunda nám í 26 deildum og u.þ.b. 1700 starfsmenn. Markmið Vaxandi er að hvetja til félagslegra breytinga, skapa hvata fyrir samfélagslega nýsköpun og styðja samfélagslega frumkvöðla. Til að ná markmiði sínu býður Vaxandi upp á námskeið og málstofur, leiðbeinir samfélagslegum frumkvöðlum og stundar hagnýtar rannsóknir á samfélagslegri nýsköpun og félagslegum framförum. Vaxandi er í samstarfi við Almannaheill (Samtök þriðja geirans á Íslandi) og aðra lykilaðila um að styðja við samfélagslega nýsköpun í þriðja geiranum.

STIMMULI for social change

Stimmuli er almannaheillafélag sem hefur það markmið að stuðla að samfélagsþróun og færniuppbyggingu til framtíðar. Stimmuli vinnur að verkefnum tengdum fræðslu og valdeflingu þar sem lögð er áhersla á að rækta nýskapandi hugsun, lausnamiðun og jákvæð viðhorf til breytinga til að stuðla að sjálfbærum lífsstíl.

Xwhy / Agency of Understanding

Xwhy / sérhæfir sig í hagnýtum hug - og félagsvísindum. Teymið okkar rannsakar ýmsar aðstæður innan skipulagsheilda dýpra en almennt gerist. Við beitum mannvísindum til að draga fram orsakir í ákveðnu samhengi til að auka skilning sem hægt er að byggja á í þróun og nýsköpun. Okkur nálgun getur átt við í mismunandi umhverfi og aðstæðum, allt frá vöruþróun og ímyndarsköpun til borgarskipulags og samfélagsþróunar. Við leggjum áherslu á sjálfbærni og menningu í okkar verkefnum. Markmið okkar er alltaf að reyna að skilja tiltekið fyrirbæri í meginatriðum og nota þessa þekkingu til að leysa og vinna með samfélagslegar áskoranir.

VIVES University of Applied Sciences

VIVES er háskólastofnun fjármögnuð af ríkinu. Meginstarfsemin felst í að að tryggja nemendum háskólamenntun á BS-stigi (EQF-stigi 6) á eftirfarandi námssviðunum, hagnýtri verkfræði og tækni, líftækni, menntun, viðskiptafræði og heilsugæslu og hagnýtum félagsvísindum. VIVES hefur reynslu af hagnýtum rannsóknum og samfélagsþjónustu. Markmið rannsókna VIVES er að greina þarfir nærsamfélagsins og lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stofnanna. VIVES sérhæfir sig í og er miðstöð samfélaglagslegrar nýsköpunar og hagnýtra starfendarannsókna þar sem leitað er nýrra lausna á samfélagslegum þörfum, í formi vöru, þjónustu og samstarfs.

Fyrirmyndir í félagslegu frumkvöðlastarfi