Welfare
Designing future WELFARE systems
WELFARE verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins, verkefninu er ætlað að vera vettvangur fyrir samfélagslega nýsköpun innan háskóla fyrir rannsakendur og nemendur bæði sem samfélagslegra frumkvöðla innan skipulagsheilda í velferðarkerfinu sem og sjálfstætt starfandi. Þannig verður stuðlað að samskiptum og samstarfi milli menntunar, þriðja geirans og fyrirtækja sem vinna að velferðarmálum.
Markmið verkefnisins eru:
- Að þróa opið menntaefni, þar á meðal námskrá og námsefni fyrir fjar- og staðnám.
- Að stuðla að auknum skilningi og viðurkenningu á mikilvægi samfélagslegrar nýsköpunar innan þátttökulandanna og innan velferðarkerfisins.
- Að stuðla að opnum háskólum með þjálfun og tengslamyndun sem byggir á opinni umræðu um rannsóknir og nýsköpun í velferðarkerfinu, bæði í þátttökulöndunum og alþjóðlega í gengum WELFARE samstarfsvettvanginn.

